Kalkúnskvæði.

Ég fór nákvæmlega eftir leiðbeiningum um afþíðingu kalkúnsins en hann var samt frosinn þegar til átti að taka. Fátt var um fína drætti. Ég hljóp út í Kjötborg, keypti hangikjöt og "tilbehör", en uppgötvaði þá að é á ekki nógu stóran pott. Bræðurnir buðust til að lána mér pott sem ég þáði.
Á leiðinni heim uppgötvaði ég að ég get þiðið foglinn í ofninum og er að því núna. Hlusta á rás 1 - gufuna og er að fatta hvað Haukur Mortens var góður söngvari. Gott að skilja loksins.

Kalkúnskvæði.

Úti er um jóla friðinn
kalkúninn er ekki þiðinn.
Ég sem beið og beið
of stuttur tími leið.
Ég fer nú að sjóða sviðin.

Þótt nú sé langur tími liðinn
enn er kalkúnn ekki þiðinn.
Enga eirð í mig fæ
fyrr en árangri næ
í að innbyrða jólafriðinn.

Gleðilega hátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1031615

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband