Góð ákvörðun valnefndar Dómkirkjunnar.

Ég fagna innilega ákvörðun valnefndar Dómkirkjuprestakalls að mæla með sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests.
Það var bjart yfir fólki í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í morgun og fráfarandi dómkirkjuprestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fagnaði ákvörðunni sérstaklega.
Öll mannanna verk hafa þó sínar skuggahliðar og í þessu tilviki er skugginn sá að frábær prestur kveður. Ég hef ekki verið nógu duglegur að sækja guðsþjónustur í Dómkirkjunni sem er mín sóknarkirkja, kannski hef ég verið saddur eftir langt starf í kirkjukór Neskirkju og leiðinlegan viðskilnað við hann, en það heyrir fortíðinni til.
Sr. Jakob Ágúst er mikill persónuleiki sem söknuður er að. Hann hefur næman skilning á vandamálum okkar breyskra karla og kvenna og skilur vel og kannski óvenjuvel hvernig bregðast skal við mannlegum vandamálum sem upp koma í flestum fjölskyldum.
Sr. Jakob Ágúst kveður starf sitt um næstu mánaðamót og hans verður saknað úr safnaðarstarfinu.
Um leið og ég býð sr. Önnu Sigríði velkomna til starfa vil ég þakka sr. Jakobi Ágústi fyrir mjög nýlegan og uppörvandi stuðning.
Ég vil óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og leyfi mér að vona að til hans sjáist á Moggablogginu sem fyrst svo við fáum notið víðsýni hans og visku núna þegar hann fær meiri tíma til að fylgjast með þeim skemmtilega vettvangi.


mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1031718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband