Lýðveldi að hætti suður amerískra?

Einu fyrirtæki Baugs sem rekin eru ár eftir ár með tapi eru fjölmiðlarnir, ekki ófáir, sem þeir eiga.
Hversvegna verja þeir hundruðum milljóna árlega í taprekstur miðlanna? Er það gert til að hafa áhrif á almenningsálitið?
Og hefur þeim orðið ágengt?

Auðvaldið ver þessum hundruðum milljóna að mínu mati til að brengla réttarvitund almennings og vinnur þar með gegn ríkisvaldinu sem er lýðræðislega kosið.
Er það sanngjarnt?

Við munum þegar starfsfólk fjölmiðlaveldis Baugs lét hafa sig í það að leggja banana á tröppur Alþingishússins sem átti að vera táknrænt fyrir það bananalýðveldi sem þau byggju í.

Mér hefur alltaf þótt það fólk vera sjálfu sér og fjölskyldum sínum til skammar. Mér fannst þau vera að kalla á bananastjórn með athæfi sínu. Baugur hafði þá boðið forsætisráðherra 300 milljónir króna fyrir það eitt að vera Baugi þægur.
Hversu mörgum höfðu þeir mútað áður?

Nú kaupir Jóhannes Jónsson auglýsingar fyrir mörg mánaðarlaun verkafólks rétt fyrir kosningar með það fyrir augum að skaða dómsmálaráðherra landsins og embættismenn sem hafa ekkert til saka unnið; eru að sinna skyldustörfum.
Eru þetta ekki vinnubrögð sem tíðkuð eru í bananalýðveldum svörtustu Afríku og Suður Ameríku?

Almenningi finnst þetta í lagi vegna þess að Baugur rekur lágvöruverðsverslanir. Þeir reka líka dýrustu hverfaverslanir sem verið hafa á Íslandi. Knésettu kaupmanninn á horninu til að koma rándýrum verslunum sínum 10-11 fyrir í hverfunum og "arðræna" gamla fólkið sem ekki kemst annað.

Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum í áratugi og kynnst mörgum mætum manninum þar, alþingismönnum, borgarfulltrúum og öðrum sveitarstjórnarmönnum.
Ég hef haldið uppi gagnrýni um árabil á yfirgangsstefnu Baugs, einkum vegna þess að ég missti allt mitt og meira en það þegar samkeppnislögum var ekki framfylgt af Viðskiptaráðuneytinu og stofnunum þess eins og Samkeppniseftirliti.

Nú bregður svo við að margir flokksbræður mínir og systur taka treg undir kveðju mína vegna þessarar gagnrýni og þar með er talinn alþingismaðurinn sem Baugur kostaði prófkjörsbaráttu fyrir og verður að líkindum næsti Dóms-og kirkjumálaráðherra.

Er þeim að takast að koma bananalýðveldi á?


mbl.is Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Heimir

Þú segir orðrétt hér að ofan: 

Ég hef haldið uppi gagnrýni um árabil á yfirgangsstefnu Baugs, einkum vegna þess að ég missti allt mitt og meira en það þegar samkeppnislögum var ekki framfylgt af Viðskiptaráðuneytinu og stofnunum þess eins og Samkeppniseftirliti.

Mér finnst þú vera maður tortryggin og það er alltaf mjög gott þegar við borgaranir erum það því oft er ástæða til.

Átta eg mig ekki alveg á hvert þú ert að fara með þessi ummæli með yfirgangsstefnu og ertu að gefa í skyn að þessi opinberu stjórnsýslustofnanir brugðust?  Þetta þarftu að skýra betur.

Mosi alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Já Guðjón ég er að segja að Viðskiptaráðuneytið hafi brugðist sem og Samkeppniseftirlitið (þá Samkeppnisstofnun).

Þeim var kunnugt um óheiðarlegar og ólöglegar aðgerðir feðganna við að sölsa undir sig dagvörumarkaðnum sem þeir eiga nú 60-70% af.

Samkeppnisstofnun lyfti ekki litla fingri til að stemma stigu við gerræðinu og lögfræðingur samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar lét meira að segja spyrjast um sig að hann þáði boð feðganna til Florida á margumtalaðan bát þeirra.

Neytendasamtökin hafa líka dregið lappirnar enda eru þeir á spenanum hjá Baugi og teyga milljónir króna árlega.

Finnst yfirvöldum og almenningi eðlilegt að sami aðili ráði 60-70% af dagvörumarkaði?

Þá ryðjast þeir fram á ritvöllinn Hreinn og Jóhannes rétt fyrir kosningar til þess eins að hafa áhrif á úrslitin og þjóðin segir hallelúja heilaþvegin af fjölmiðlaveldi risanna sem rekið er með hundruð milljóna króna halla árlega.

Á Íslandi hefur slíkt ofríki ekki viðgengist síðan á dögum danska kaupmannaveldisins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband