Er ekki hægt að stöðva Hjálmar Sveinsson?

Hvílíkur skaðvaldur sem Hjálmar Sveinsson hefur verið okkur borgarbúum.

Það verður með einhverjum ráðum að koma honum fyrir á bókasafni eða skjalageymslu borgarinnar og láta hann lofa að aðhafast ekki neitt.


mbl.is „Við bara skiljum þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Heimir!

En líttu aftur á fyrirsögnina. Kannski er þetta e.k. "Freudian slip" hjá þér, af því að þér lízt þvílíkur hálmur í þessum þreytandi stjórnmálamanni.

Jón Valur Jensson, 30.3.2015 kl. 22:08

2 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Hjálmar Sveinsson minnir mig á fuglahræðu. Ótrúlegt hvað þessi maður kemst upp með í umferðar og skipulagsmálum.

Filippus Jóhannsson, 30.3.2015 kl. 23:10

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvaða bull er þetta. Það hafa sjaldan eða aldrei orðið meiri framfarir í skipulagsmálum og þá sérstaklega í samgöngumalum og einmitt seinustu ár. Það hefur tekist að auka hlut hjólreiða og almenningssamgangna verulega í borgarumferðnni og þar með draga verulega úr slæmum umhverisáhrifum samagnna bogarbúum og reyndar öllum jarðarbúum til heilla. Einnig bætir það verulega lýðheilsu að hlutur hjólreiða og hlutur gangandi vegfarenda í umferðinni aukist. Þétting byggðar er einnig mjög mikilvæg til að bæta mannlíf og auka enn hlut umhverfisvænni samgöngumáta. 

Borgarbúar geta því þakkað fyrir það að tekist hefr að halda Sjálfstæisflokknum frá völdum í borginni að mestu leyti seinustu tvo áratugi. Mannlíf í borginni er betra fyrir vikið.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2015 kl. 09:50

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að taka hjólreiðafólk fram yfir leikskólabörn í umferðaröryggi, er meira en nokkur heilbrigður maður getur samþykkt. Þarna fer Hjálmar langt fram yfir öll skynsemismörk.

Reyndar kemur þessi staka breyting ekkert umferðaröryggi við, hvorki barna né reiðhjólafólks. Þessi breyting er til komin svo Saudi Arabar geti byggt mosku á svæðinu. Það gerir málið enn alvarlegra. Að fórnað sé umferðaröryggi svo Saudi Arabar geti náð fótfestu hér á landi!!

En aftur að reiðhjóla- Hjálmari. Reiðhjólastígar, þrenging gatna og fleira í þeim dúr eru aðalsmerki Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér þakkar vert að gera meira fyrir reiðhjólafólk, en hvers vegna það þarf að vera á kostnað bílaumferðar er óskiljanlegt. Hvers vegna getur þetta ekki farið saman? Hvers vegna þarf að fórna umferðaröryggi bílaumferðar þó fleiri reiðhjólastígar séu gerðir? Þetta er mér óskiljanlegt!

Hinu má svo velta fyrir sér, hver hagkvæmnin sé í öllum þessum reiðhjólastígum. Það er ekki eins og þeir séu yfirfullir af reiðhjólafólki. Einhver dýrasta framkvæmdin í gerð reiðhjólastíga voru brýrnar yfir Elliðaárósa og tenging þeirra í hvora átt. Í haust og vetur höguðu örlögin því svo að ég var oftar á ferð í Reykjavík en löngun var til, fór reyndar oftar en samtals mörg undanfarin ár. Þessar ferðir mínar voru oftar en ekki á þeim tíma sem flestir eru að fara til vinnu og skóla. Í hverri ferð fylgdist ég sérstaklega með umferð um reiðhjólastíginn yfir Elliðaárósa, auk annarra stíga eins og með Sæbrautinni. Í öllum þessum ferðum sá ég einungis tvo á ferð um stíginn yfir Elliðaárósa, annan á reiðhjóli og hinn gangandi. Umferð um reiðhjólastíginn með Sæbrautinni var yfirleitt mjög lítil og þá hellst næst Hörpunni.

Reiðhjólastígurinn og brýrnar yfir Elliðaárósa voru kostuð að hálfu leiti af viðhaldsfé Vegagerðarinnar. Fé úr sjóðum hennar, sem ætlað var til viðhalds vegakerfisins á landsbyggðinni var tekið til að leggja reiðhjólastíg og bryggja brýr í Reykjavík. Er til of mikils mælst að þessi framkvæmd sé þá notuð? Eða er kannski eitthvað færra reiðhjólafólk til staðar en Hjálmar og hans félagar ætla?

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2015 kl. 10:29

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki á nokkurn hátt verið að minnka öryggi leikskólabarna með þessari breytingu. Það er einungis verið að bæta öryggi hjólreiðamanna. Höfum í huga að Gnoðavogur er 30 km. gata og er mjög fáfarinn á þeim kafla sem verður hluti að aðkeyrslu Steinahlíðar. Því mun aukning um 100 bíla á dag ekki skapa þann unferðaþunga í Gnoðavogi að hætta stafi af eða að hægt sé að tala um ónæði af bílaumferð.

Það er Félag múslima á Íslandi sem er að fara að byggja mosku þarna í nágrenninu en ekki Saudi Arabar. Svæðinu þarna er skipt upp í þjár lóðir og verður moskan á einni þeirra. Ef þessi framkvæmd gerir aðkomu að þeim þremur lóðum betri þá er það bónus við þá framkvæmd. 

Það er hjólateljari við stíginn á Suðurlandsbraut á móst við Engjateig. Í byrjun nóvember fór talan þar yfir 100 þúsund og umferðin þar fer vaxandi. Brýrnar yfir Elliðárbvogin styttu leiðina úr grafarvogi og hefur þvi fjölgað þeim Grafarvogsbúum sem fara á reiðhjóli í vinnuna og svo skulum við ekki gleyma því að þessi leið er líka mikð notuð af gangandi vegfarendum.

Og þegar ökumenn á bílum eru að tala um að þeir sjái fáa reiðhjólamenn þá má benda á að ein hlsta ástæða fyrir slysum sem ökumenn valda hjólreiðamönnum er einmitt sú að þeir virðast eiga verulega erfitt með að taka eftir þeim.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2015 kl. 11:20

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Valur, ég er með ofnæmi fyrir joði, má vera að þessvegna hafi ég sleppt því. Hef leiðrétt það núna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2015 kl. 11:56

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður M Grétarsson, þér virðist tamt að flokka skoðanir annarra sem bull. Þú um það.

Fjölmargar þrengingar hafa verið settar upp á götum borgarinnar undanfarin ár til að hægja á umferðinni. Mengunin sem af þessu hlýst er stóraukin, öllum til ama og skaða.

Þá vil ég benda þér á að börnin sem búa við Gnoðarvoginn vilja síður fá aukna umferð um götuna sína, því að þau vita eins og margir aðrir að slysahættan eykst samfara aukinni umferð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2015 kl. 12:02

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

 Gunnar Heiðarsson, ég sé að þú skrifar um framkvæmdir og framkvæmdaleysi borgarinnar af þekkingu. Við þurfum á þér að halda í umræðuna :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2015 kl. 12:36

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Heimir. Þrengingar minnka umferðahraða og þar með minnka þær mengun og hávaða frá bílum enda eykst bæði í veldisvís með auknum hraða.

Aukning umferðar um 100 bíla á dag í 30 km. götu gerir götu ekki hættulega. Höfum í huga að stór hluti leikskóla eru í íbúðagötum og þykir ekki tiltökumál enda lítil umferð sem fylgir þeim.

Gatnafremkvæmdir í Reykjavík eru ekki minni en í öðrum sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þau þurftu öll að draga verulega saman í kjölfar hrunsins og hefur það komið niður á gatnakerfi þeirra allra rétt eins og því gatnakerfi sem ríkið ber ábyrgð á. Það lagast væntanlega með bættum hag bæði ríkisins og sveitafélaganna á næstu árum. 

Gunnar. Þegar það þarf að koma fleiri samgöngumátum fyrir í eldri hverfum þar sem ekki er hægt að auka plássið þá gerist það ekki öðruvísi en að sá ferðamáti sem hefur nánast einokað allt plássið þarf að láta eitthvað af því til annarra ferðamáta. Svo er það einnig staðreynd að ef umferðarýmd gatna er allt of mikil miðað við umferð eins og er á Grensársveginum sunnan Miklubrautar þá leiðir það til aukins umferðahraða og þar með til aukinnar slysahættu, mengunar og hávaða. Í þeim tilfellum getur það verið til bóta að minnka umferðarýmndina þannig að hún verði í samræmi við þá þörf sem umferðaþunginn kallar á. Akrein númer tvö fyrir bíla á Grensársvegi sunnan Miklubrautar er einfalelga ofaukið.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2015 kl. 18:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, skarpur og öflugur er hann orðinn hann Gunnar í skrifunum. smile

Jón Valur Jensson, 2.4.2015 kl. 00:39

11 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Við fögnuðum í hvert sinn þegar hraðinn á Internet tengingunni fór frá 2400 í 28800, ISDN og ADSL. Hjálmar er að gera sitt besta til að færa umferðina á Módem fornöldina. Bremsuborðafnykur og útblástursmengun þegar gefið er í eftir hraðahindranir er örugglega ekki það heilsusamlegasta fyrir Borgarbúa.Bílar í þéttri hægfara röð óþolinmóðra ökumanna mun heldur ekki bæta umferðaröryggi. Og mengunin eykst að sjálfsögðu!

Kolbeinn Pálsson, 2.4.2015 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1031718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband