Dómurinn

felst í kjörsókninni. Svo mjög hafa borgarfulltrúar dregið lappirnar í stórum málum sem snerta daglega okkur borgarbúa eins og skattahækkanir, aukin mengun vegna seinagangs í umferð, lokun gatna og þrengingar, aukinn kostnað við yfirstjórn borgarinnar og stóraukin völd embættismanna.

Hefðu borgarfulltrúar staðið betur í lappirnar væri kjörsóknin meiri og línurnar skýrari. Svigrúm hefði verið minna fyrir nýja að koma inn. 


mbl.is Ekki dómur yfir borgarfulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki má gleyma slælegri frammistöðu í flugvallarmálinu, en það eina mál virðist hafa fleytt Halldóri í oddvitasætið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.11.2013 kl. 09:28

2 Smámynd: Sævar Helgason

Fyrst og fremst er kjörsókn og niðurstaðan áhugaleysi fyrir Sjálfstæðisflokknum. Ef fólkið er svona óánægt með hvernig stjórnun borgarmála er hjá núverandi umsýslumönnum- þá átti það að vera mikill hvati til að styðja við sitt fólk í prófkjörinu. Það hefði sýnt sterkan vilja til breytinga. Niðurstaðan er því sú að fólkið er bara ánægt með þá stjórnun sem verið hefur á Borginni undanfarið kjörtímabil. Þessi prófkjörsþáttaka er mikil viðurkenning fyrir núverandi stjórnarflokka í Borginni.

Sævar Helgason, 17.11.2013 kl. 10:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er trúlega rétt hjá þér Heimir að flugvallarmálið hafi bjargað Halldóri. Raunar skil ég ekki þessa flugvallarfóbíu, hvar svo sem menn í flokki standa. Mér er fyrirmunað að sjá hag borgarinnar af því að fjarlægja flugvöllin. Það mætti ætla af látunum að flugvallarstæðið sé síðasta byggingarland borgarinnar. Ætli hafnirnar verði svo teknar næst og færðar í önnur sveitafélög, svo hægt verði að fylla þær upp og taka undir íbúabyggð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 17:27

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki er langt síðan að borgarfulltrúar ætluðu að ryðja fiskvinnslu og útgerð ú Örfirisey til að byjja íbúðir og leggja hjólastíga.

Sem betur fer var hægt að koma vitinu fyrir þá, að minnsta kosti tímabundið.

Nú er það flugvöllurinn og göturnar sem eiga að víkja.

Ung kona talaði í morgun í þætti hjá Gísla Marteini að bílastæðin tækju og mikið af dýru byggingalandi.

Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að svona margt menntað fólk væri svona barnalega þröngsýnt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.11.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband