Þráinn talar hlýlega við jafningja

Þráinn Bertelsson þingmaður er einn af fáum sem talar við dýr með árangri. Kúastofninn tók vel í afsökunarbeiðni Þráins að sögn konu hans og vina í Grjótaþorpinu.

Kýrnar ku ekki hafa kært sig um samlíkingu Þráins sem hann skrifaði á Fasbókina og höfðu sent honum áskorun um afsökunarbeiðni.

Jón Bjarnason sem fer með landbúnaðarmál í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. má fara að vara sig þegar slíkur afburðamaður er kominn í sama flokk og hann.

Okkur sauðsvörtum þykir hinsvegar alvarlegt ef þingmaður kýs frekar að biðja skynlausar skepnur afsökunar á framferði sínu, en vitiborna þegna þessa lands. 


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og er það ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn látið verða af því að biðjast afsökunar á hrunstefnu sinni að hann telur þjóðina ekki nægjanlega vitiborna til að eiga afsökunarbeiðni skilið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú ertu kátur, Axel;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, manstu hvaða flokkur var með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og átti að sjá um efnahags- og bankamál?

Manstu hver var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins?

Manstu hver skrifaði lofrullu í auglýsingabækling Landsbankans vegna Icesave?

Manstu hver hélt lofræðu um Baug í Borgarnesi, sem síðan var nefnd Borgarnesræðan?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2011 kl. 20:15

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Heimir er búinn að gleyma hvaða FLokkur gaf gulldrengjum sínum bankana og leyfði þeim svo að fara með allt til hel******.

Heimir er líka búinn að gleyma því að hrunið var orðið gjörsamlega óhjákvæmilegt árið 2007, þó menn hafi ekki séð það þá.

Svavar Bjarnason, 9.5.2011 kl. 20:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit það Heimir hvaða flokkur var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar hrunið reið yfir. Ég yfirgaf þann flokk með skeyti daginn sem Ingibjörg og Geir opinberuðu trúlofun sína á Þingvöllum! 

En þú veist eins og ég Heimir, að hrunið var ekki hannað í tíð þeirrar stjórnar. Sjúkdómurinn var of langt genginn til að andlátinu yrði forðað þegar hún tók við. En báðir flokkarnir brugðust gersamlega skyldum sínum að viðurkenna orðin hlut í banalegunni. 

Nú er fyrrverandi forsætisráðherra stefnt fyrir landsdóm, réttilega, en þar ætti hann ekki að sitja einn! Í það minnsta hefði Ingibjörg átt að sitja þar með honum, sameiginlega héldu þau, vísvitandi, bankamálaráðherranum sem ábyrgðina bar, meira og minna frá málinu.

Nei Heimir, ég er ekki kátur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband