Samkvæmt bókinni

Trúnaðarbrestur er á milli fréttastofu og þjóðar eftir þessa uppsögn fréttamannsins. 

"Komminn" er gælunafn á ríkisútvarpinu sem heyrist æ oftar. Páll og Óðinn gera sitt til að undirstrika ástæðu þess. 


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það var vitað í janúar að hann skrifaði um ráðherra. Engin uppsögn. Hlýtur að hafa komið í ljós að hann var að skrifa um óvinveittan ráðherra fyrst hann þurfti að taka pokann..ekki satt?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.11.2010 kl. 09:03

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Samsæri í hverju horni ?

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Komminn stýrist af hræringum almenningsálitsins. Egill álitsgjafi Helgason stýrir tveimur þáttum hjá Kommanum þrátt fyrir mjög eindregnar stjórnmálaskoðanir;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Komminn ? Assgoti eru menn orðnir eitthvað pirraðir....

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 10:40

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þórhallur er sviptur lífrviðurværi sínu vegna þess að stjórnmálaskoðanir hans henta ekki Páli og Óðni. Það pirrar mig.....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2010 kl. 12:55

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Heimir: Hvernig færðu það út að þetta snúist um stjórnmálaskoðanir ? Eru þetta ekki bara eðlilegar vinnureglur og kröfur sem gera á til þeirra sem eiga að sinna hlutlausum fréttum ?

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 13:20

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hilmar, Óðinn vissi í janúar að hann ætlaði að skrifa bók um fyrrverandi ráðherra, þegar hann síðan frétti að um ÁMM væri að ræða svipti hann fréttamanninn lífsviðurværinu.

Hvað finnst þér um þætti hins pólitíska Egils Helgasonar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2010 kl. 13:55

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Meðan hrunið er óuppgert, er í hæsta máta óeðlilegt að fréttamaður á RUV standi í bókaskrifum um persónu sem liggur undir grun um stórfellda vannrækslu í tengslum við bankahrunið, en á sama tíma eiga hugsanlega að fjalla um hann í fréttum á hlutlausann hátt. Það sér hver maður að ákveðin óæskileg tengsl myndast milli fréttamannsins og ráðherranns fyrrverandi undir þannig kringumstæðum.

Egill er flottur, en hann er ekki fastráðinn fréttamaður innan stofnunarinnar.

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 14:04

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að þessi tengsl sem þú talar um Hilmar, þá væri líklega búið að setja Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttakonu og systur Erlends Hjaltasonar, fyrrv. forstjórna Exista í frost. 

 Hvað sem ÁMM á að hafa gert í hruninu eða árin fyrir hrun, þá liggur hann vart undir grun lengur, enda hafnaði Alþingi því að stefna honum fyrir landsdóm.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.11.2010 kl. 16:17

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt Kristinn, Alþingi Íslendinga hefur sýknað ÁMM.

Hilmar, Egill Helgason er stjórnandi mjög skoðanamyndandi vikulegra þátta hjá RÚV og fer ekki leynt með pólitískar skoðanir sínar sem glöggt kemur fram í vali hans á viðmælendum. Þar er slagsíða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1031614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband