Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks raunhæfur möguleiki

Össur Skarphéðinsson hefur lýst yfir uppgjöf velferðarstjórnarinnar og vill þjóðstjórn. Reynir með því að berja Vg til hlýðni.  Ögmundur Jónasson vill ekki þjóðstjórn og talar þar fyrir hönd formanns síns sem ekki þorir sjálfur að hafna bónorði Jóhönnu sem Össur ber fram fyrir hennar hönd.

Eina ráðið út úr ógöngunum sem þessir kumpánar hafa leitt þjóðina í er minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, með Davíð Oddsson, Þorstein Pálsson og Pétur Kr. Hafstein sem gestaráðherra. 


mbl.is Ekki til í þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað varð af þjóðstjórnar hugmyndinni? Davíð sem menntamálaráðherra eða ráðherra Hagstofu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Heimir! Af hverju ferðu ekki í kirkjugarðinn og vekur upp þá gömlu og góðu

Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.6.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel,getur verið að þú hæðist að hugmyndum mínum?

Gunnar, ef við gætum vakið upp þá Bjarna Ben., Ólaf Jóh, Geir Hallgrímsson og Gylfa Þ. og komið þeim í gírinn, er ég viss um að okkur myndi farnast vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei fjarri því Heimir, ég var aðeins að velta því fyrir mér hvaða ráðherraembætti stæðu Davíð til boða í þessari stjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni yrði auðvitað forsætisráðherra, Þorsteinn tæki fjármálin og Pétur dómsmálin. Ekki trúi ég að þú ætlir flokknum það að hann niðurlægi formann sinn með því að ýta honum til hliðar fyrir ritstjóranefnu utan úr bæ.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 15:39

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hygg að ritstjórnarnefnan sem þú nefnir svo myndi sóma sér vel sem utanríkisráðherra jafnframt því að vera andlegur leiðtogi hjarðarinnar. Við sjáum það víða um lönd að gamlir refir eru dubbaðir upp til halds og trausts þegar nýliðar taka að sér vandasöm störf. Bjarni Ben yngri verður glæsilegur forsætisráðherra.

Að vísu er ég að tala um stjórn í fáeina mánuði, eða til næsta vors:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 16:12

6 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Já ég var sáttur við Bjarna Ben og hrifinn af Óla Jó. En ég er farinn að hallast að því að Bjarni Ben yngri sé allur að koma til.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.6.2010 kl. 16:59

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þótt Gunni reyni að koma sér í mjúkin hjá St. Pétri með því að gera við kirkjugarðshlið þá held ég hann nái ekki að lífga gömlu kempurnar við.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er aldrei að vita Silla!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1031709

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband