Hefur staðið allt of lengi - mál er að linni

Furðustjórnin á Strætó bs. hefur staðið allt of lengi. Allt frá því að stóra leiðarkerfisbreytingin var gerð, þar sem áratugareynsla reyndra starfsmanna var varpað fyrir róða, eldri borgarar voru sniðgengnir, þáverandi stjórnarformaður  sagði þá að gamla fólkið væri bara 4-5% af viðskiptavinunum og ekki væri hægt að eltast við svo lítinn hóp.

Einkum tveir forráðamenn fyrirtækisins beittu starfsmenn miklu harðræði, sýndu þeim lítilsvirðingu, hroka og virtu oft á tíðum reynslu þeirra og réttindi að vettugi. Reyndar hefur öðrum þeirra verið sagt upp.

Einkenni stjórnunarstílsins var að lítillækka reynda starfsmenn, á margan hátt, m.a. með tilfæringu í starfi þar sem áratuga starfsreynsla var ekki nýtt.

Ég vona svo sannarlega að nýr forstjóri taki upp aðra og mannlegri starfshætti.


mbl.is Skilningsleysi á þörfum notenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2015

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1031617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband