Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Lítil saga af krabbameini.

Að greinast með krabbamein er reynsla sem ég hefði viljað vera án. En mitt var ekki valið og krabbamein í lunga var staðreynd. Það tók nokkuð langan tíma að greina þetta svo ekki yrði um villst og reyndi það á þolinmæðina. Þannig var að frænka mín, eldri kona lést af krabbameini um líkt leyti og var ég meðal annarra sem var skráður náinn ættingi hennar.
Krabbameinið hjá mér var fjarlægt ásamt hluta af lunganu 2. febrúar 2005 og naut ég frábærrar umönnunar á Landsspítalanum þar til ég fór á Rauða Kross hótelið við Rauðarárstíg þar sem ég bý annars einn.Þar var gott að vera og starfsfólkið ekki síður elskulegt en á Landsspítalanum. Áður en ég var útskrifaður af Landsspítalanum spurði ég hvort um einhverja endurhæfingu gæti verið að ræða, t.d. á Reykjalundi eins og eftir hjartauppskurðinn 1991. Læknirinn sem skar úr mér meinið og stóran hluta lungans hvað svo ekki vera. Líður og bíður og ég fer heim af Rauða Kross hótelinu, geng reglulega til að þjálfa litla lungað mitt og tek ágætum framförum. Fæ ég þá bréf frá Krabbameinsfélaginu og verð hálf klökkur yfir því að þessar elskur ætli nú að bjóða mér í hóp eða álíka að skiptast á skoðunum um reynsluna og stappa í okkur stálinu eftir þessa óumbeðnu reynslu. Opnaði því bréfið eftir að ég renndi kaffi í bollann.
Mikið varð ég hissa og hrærður yfir umhyggjunni sem elskurnar á Krabbameinsfélaginu sýndu mér.
Í bréfinu stóð eitthvað á þessa leið: Við samhryggjumst þér innilega vegna fráfalls .......... frænku þinnar og viljum með bréfi þessu bjóða þér að koma á fundi með öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ættingja sinna.
Svo mörg voru þau orð. Ég sem hélt að nú ætti að bjóða mér stuðning vegna míns krabbameins.
Eitt það skemmtilegasta við lífið er, að sífellt er verið að koma okkur á óvart.
mbl.is Fréttastofa Stöðvar 2 afhendir gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekstrabladet víða með puttana.

Fréttst hefur af útsendurum Ekstrabladet hér á landi að snuðra í fortíð framámanna í íslenskum fjármálum, einkum þeirra sem í útrásinni eru.
Hafa þeir þefað uppi fyrrverandi starfsmenn þeirra hér á landi.
Mér vitanlega hefur þeim ekki orðið ágengt í að finna ávirðingar á þá.
mbl.is Ekstra Bladet segist ekki hafa talað um að hvítþvo peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti.

Ég hélt eins og svo margir að einelti væri fyrirbrigði sem óþroskaðir einstaklingar eins og börn beittu eingöngu. En því miður virðist sem allir aldurshópar og bæði kyn geti verið ansi liðtæk þegar til eineltis kemur, það er að segja sem gerendur.
Fólk reynir að finna veikan blett á mönnum; að misnota sér ætlaða góðmennsku viðkomandi, heilsuveilu, aldur og bara hvað sem er ef til veikleika getur talist.
Þá fer margt þetta fólk leynt, eða reynir að leyna gerðum sínum og otar því öðrum á undan sér og notar það í skítverkin.
Yfirleitt eru þessir frumkvöðlar afar veikir persónuleikar að ég held og "litlir karlar" af báðum kynjum þegar á reynir.

Mikilvægt er að brugðist sé strax við einelti af hálfu yfirmanna á vinnustöðum, kennara í skólum o.s.frv. Ef það er ekki gert gera viðkomandi sig seka um að vera þátttakendur í ofbeldi því sem eineltið er.
Markmið geranda á vinnustað svo dæmi sé nefnt er að flæma þolandann úr einhverri þeirri stöðu sem hann gegnir hvort sem það er í vinnu eða félagsmálum.
Umfram allt að bola honum frá.
Hvert sem markmiðið er, er gjörningurinn ofbeldi og ekkert annað og ótrúlega auðvelt virðist að fá fólk með sér í skítverkin.
Eineltið getur fengið þá birtingarmynd að undirskriftum sé safnað og viðkomandi þolandi borinn einhverjum álognum sökum svo dæmi sé nefnt.
Það getur reyndar farið út í miklu verri aðgerðir og dæmi er til um að stéttarfélag hafi verið afvegaleitt í aðför að ákveðnum einstaklingum með fundahöldum undir einhverju yfirskini, en síðan gefið "veiðileyfi" á þolandann undir því yfirskini að um málefnalega umræðu sé að ræða.
Ljótur leikur eineltið með slæmar afleiðingar fyrir þolandann og gerendann ef rétt er staðið að málum.
Kannski meira seinna.


Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. HR'OS.

Oft heyrum við á opinberum vettvangi,í einkaviðræðum og í kaffistofuspjalli að illa er talað um starfsmenn Velferðasviðs Reykjavíkur (Félagslegu þjónustuna).

Fólk virðist biturt og bitnar biturðin því á starfsfólkinu sem ekki getur leyst úr vandamálum fólks eins fljótt og hugurinn girnist.

Í morgun átti ég fund með forstöðumanni Vesturgarðs Óskari Dýrmundi.

Þar hitti ég opinberan starfsmann sem gerir sér ríka grein fyrir hvert starfsvið hans er og hefi ég sjaldan hitt opinberan starfsmann sem gerir sér betur grein fyrir því þjónustuhlutverki sem hann er í.

Megi annað starfsfólk Velferðarsviðs taka Óskar Dýrmund sér til fyrirmyndar. Ekki það að ég sé að lasta aðra, heldur benda á að þarna er sönn fyrirmynd við störf.


Nauðvörn Breta

Klókur karl hann Roy Thayers.

Búinn að greiða skatta allt sitt líf og til að komast í forgang splæsir hann tékkaeyðublaði og bjargar lífi sínu.

Tek ofan fyrir svona "krimma".

 


mbl.is Skrifaði innistæðulausa ávísun fyrir eigin hjartaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pamela nakin.

Mér finnst að Pamela Anderson eigi að mótmæla mikið meira en hún gerir. Tilefnin eru óþrjótandi ef því er að skipta.
mbl.is Pamela afklæddist til að mótmæla framleiðslu á loðfeldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1031615

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband